Hvenær kemur að okkur ?

Nú hafa frændur okkar Norðmenn lent í skelfilegustu atburðum í sögu þjóðarinnar, frá  árum seinni heimsstyrjaldar.  Ég er sjálfur ættaður frá Noregi og á marga ættingja þar.

Er ekki tími til kominn að fara að huga að stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi Evrópuþjóða í innflytjendamálum ?  Danskir Múslímar ku vera búnir að reikna út hvenær þeir verða orðnir fleiri en sú þjóð er byggt hefur það land allt frá Steinöld og hugsa þeim þá gott til glóðarinnar.

Er ekki rétt að stöðva straum þessa fólks til okkar heimshluta, hjálpa þeim frekar heima hjá þeim sjálfum?

Svona má spyrja, en niðurstaðan er líklega sú, að ekki er gott að ala snák við brjóst sér.


mbl.is Hryðjuverkasamtök segjast ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með ESB ?

Verður þá ekki að láta sama bann gilda innan alls Evrópusambandsins, er þetta kannski í "aðlögunarferli" ? 

Svona boð og bönn eru ávísun á aukna glæpastarfsemi og annað sem því fylgir.  Það verður auðveldara fyrir unglingana að ná sér í Hass heldur en tóbak.


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendavandamál.

Skyldi einhvern furða að vesalings fólkið sæki í skjól einhversstaðar.  Rót vandans er hinsvegar sú, að einræðisherrar og allskyns trúarofstækismenn stjórna þeim löndum sem þetta fólk vill flýja.

Ofstæki, á hvern hátt sem er, er rót hins illa og á ekki að viðgangast.


mbl.is Innflytjendavandi allrar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Íslands færir Páfa styttu.

Eru engin takmörk fyrir hræsninni ?

Nú er "forseti" Íslands að sýna Páfa hvernig hann getur haldið höndunum saman framan á ýstrunni.

Skyldi hann kenna Páfa þýsku í leiðinni ?


mbl.is Forsetinn á fréttastöð páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttastofur Bónusveldisins og Samfylkingarinnar ganga af göflunum.

Mikið er ánægjulegt að njóta þessa "hlutleysis" í fréttamennsku, sem svo oft er dásamað í okkar Bananalýðveldi.

Lára Ómarsdóttir Ragnarssonar lýsti vel komandi hamförum, skyldum við ekki sætta okkur við hlekki Icesave.  Vel er þar í kot vísað.  Útvarpsstjóri sjálfur stóð á öndinni, gat með herkjum vísað framhaldi "fréttarinnar" til Láru.

Nú fær þjóðin einfaldlega að velja sjálf, hvort hún vill taka á sig skuldir glæpamanna, sem hlægja að okkur á Tortólu, í Barselónu og á fleiri stöðum, þar sem þeir njóta þýfisins.

Er ekki orðið nokkuð ljóst að við viljum draga glæpamennina fyrir dómstóla, í stað þess að t.d. leyfa þeim að ráða stórum hluta fjölmiðla hér á landi ?

Eigum við að setja okkur og börnin okkar í skuldaklafa glæpamanna, bara til að þóknast Brussel og Steingrími J. / Jóhönnu ?

 


mbl.is Undrast mjög ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígaunar (Romani /Roms)

Ekki er langt síðan íslensk yfirvöld ráku nokkra sígauna úr landi, var þeim tjáð að betl og vasaþjófnaður væri ekki leyft hér á landi voru.

Þessi þjóðflokkur, sem mun vera upprunninn frá Indlandi, er aðallega búsettur í austur Evrópu. Þetta fólk hefur því miður haft slæmt orð á sér í gegnum aldirnar.  Spyrja má hvort ekki megi breyta hér um, með því að mennta unga fólkið í almennum fræðum.  Er þetta ekki verðugt verkefni fyrir Össur ?

Talið er að Sígaunar séu um 4 milljónir talsins og að um helmingur þeirra tali enn hið forna mál þessa þjóðflokks.

Frakkar hafa fengið flóðbylgju þessa fátæka fólks til síns lands, eftir að "frelsismúrar" kommúnismans hrundu.  Nú er staðan sú, að heimalönd flestra þessara Sígauna, Rúmenía og Búlgaría, eru komin inn í koju með sósíalistunum í stóra húsinu í Brussel, þar sem Össur bankar nú sem ákafast. 

Verði honum að ósk sinni, geta íslensk stjórnvöld ekki lengur rekið sígauna úr landi, hvorki fyrir harmonikkuleik, vasaþjófnað eða annað.


mbl.is Víðtæk mótmæli boðuð í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga barnaníðingar skjól í kirkjunni ???

Það eru engar afsakanir til fyrir aðila sem misnota börn, sama hve "heilagir" þeir eru.

Menn sem halda öðrum fram, sbr. "prestinn" í Reykholti, eiga að hverfa úr starfi og almannaþjónustu nú þegar.

Þessir "sálnahirðar" ættu að átta sig á því, að lítil sál jafnar sig aldrei á misnotkun þeirra, eða annara.


mbl.is Biskup: Tók ekki þátt í þöggun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stefna sakleysingjum

Það er ekki lítið sem gengur á varðandi blessaðan Jón Ásgeir.  Hann rændi t.d. 25% af mínum lífeyrissjóði, hefur væntanlega bara gengið gott eitt til.

Svo verður þessi höfðingi bara fyrir allskyns pólitískum ofsóknum og hefur ekki lengur efni á að svara fyrir sig. 

Hvernig væri að efna til samskota meðal þjóðarinnar til að styrkja þennan mikla höfðingja í að verja sitt óflekkaða mannorð?

Baugsmiðlar gætu t.d. staðið fyrir svona samskotakveldi, þar sem hægt væri að fá lán og framvirkar skulbindingar hjá mörlandanum, til að styrkja höfðingjann.

Mikið er nú gott að t.d. Arion banki skuli ekki missa trúna á Bónusfjölskyldunni, enginn er hæfari til að reka fyrirtæki en þeir feðgar. 

Legg til að stofnaður verði reikningur hjá Arion banka, þar sem hægt verði að taka yfirdráttarlán til styrktar þolendum pólitískra ofsókna.  Bónusgreiðslur gangi svo til Tortóla, þar sem sjóðirnir þeirra eru.


mbl.is Stefnan í höndum lögmanna Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að leyfa aðför að Alþingi?

Það má spyrja, hversvegna á að fara silkihönskum um lögbrjóta sem gera árás á Alþingi okkar Íslendinga.

Þetta lið á hvergi annarsstaðar heima en í fangelsi, verður þar væntanlega í góðum félagsskap, ef marka má við síðustu fréttir af fangelsunum glæpamanna.

Við verðum að bera virðingu fyrir Alþingi okkar Íslendinga.  Er betra að leyfa hópi atvinnuóróaseggja að taka völdin ?

 


mbl.is Lokað þinghald kemur til álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum við ekki að ganga Í EU? Frábært.

Vonandi verða Hollendingar harðir í þeirri afstöðu, eins og vera ber, sbr. afstöðu þeirra til yfirgangs múslíma í þeirra eigin samfélagi. Við Íslendingar erum jú skilgreindir sem hryðjuverkamenn af hinu fyrrum heimsveldinu.

Við munum ekki ganga í EU.

Áfram Holland !

 


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Valgeir Hallvarðsson

Höfundur

Valgeir Hallvarðsson
Valgeir Hallvarðsson
Höfundur er Íslendingur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband