13.5.2010 | 18:34
Á að leyfa aðför að Alþingi?
Það má spyrja, hversvegna á að fara silkihönskum um lögbrjóta sem gera árás á Alþingi okkar Íslendinga.
Þetta lið á hvergi annarsstaðar heima en í fangelsi, verður þar væntanlega í góðum félagsskap, ef marka má við síðustu fréttir af fangelsunum glæpamanna.
Við verðum að bera virðingu fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Er betra að leyfa hópi atvinnuóróaseggja að taka völdin ?
Lokað þinghald kemur til álita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Valgeir Hallvarðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á fólk semsagt að halda kjafti og standa aðgerðarlaust hjá þegar vanhæft fólk lætur þjóðfélagið hrynja? Myndir þú standa aðgerðarlaus hjá ef verið væri að ræna hús þitt og gera þér ókleyft að búa í því? Síðan hvenær telja kosnir fulltrúar þessa lands sig fá óskorað vald til að rústa heilu hagkerfi? Þú getur setið aðgerðarlaus á rassgatinu en sem betur fer er til fólk sem tekur í taumana. Það verður ekki liðið að hugleysingjar sitji hjá og fái fulla vernd í þokkabót. Fólk með frjálsann vilja lætur ekki nauðga sér athugasemdarlaust.
Davíð Þ. Löve, 13.5.2010 kl. 20:11
Góð athugasemd, Davíð.
Að sjálfsögðu ekki, enda hafa slíkar hörmungar gengið yfir okkur, að það hálfa væri nóg.
Hinsvega tel ég ekki aðra leið betri en að leyfa kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á hverjum tíma að annast stjórn landsins, frekar en óróaseggjum sem ráðast á Alþingi.
Valgeir Hallvardsson (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 20:18
Af hverju eigum við að bera virðingu fyrir alþingi sem hefur fyrirgert öllum rétti sínum til að starfa sem slíkt, eftir að hafa hunsað almenning og ekki unnið vinnu sína í því að vernda þjóðina gegn ribböldum og rumpulýð, eða amk grípa til aðgerða um leið og upp komst?! Alþingi á að vinna fyrir og í þágu fólksins en ekki öfugt! Á ekki að vera einhver háheilög og ósnertanleg stofnun sem er ekki í neinu sambandi við almenning. Hvert er svo lögbrotið, og það svo alvarlegt, að ælta upp á þingpalla, sem eru opnir almenningi, í "lýðræðisríki" þar sem fóru fram opnar umræður?! Ekki í fyrsta sinn sem fólk fer á þingpalla, er það og oft hafa hróp og köll verið gerð þar að þingönnum áður, sbr Össur Skarphéðins á sínum tíma. Það er ótrúlegt, eftir allt sem á undan er gengið, að sumt fólk virðist enn vera tilbúið að leggja allt sitt traust á stofnun sem brást, sem er skipuð mennsku fólki í vinnu fyrir okkur, fólkið í landinu! Þetta eru engir ósnertanlegir guðir sem starfa þarna inni og ef manneskja væri að vinna fyrir þig sem ekki stæði sig í starfi, hvað þá rændi þig líka þá myndir þú líklega reka þá manneskju med det samme...og ef hún hlustaði ekki og færi samt ekki þrátt fyrir allt, myndirðu ekki henda henni á dyr?! ALÞINGI Á AÐ STARFA FYRIR FÓLKIÐ I LANDINU, EN EKKI ÖFUGT!!! Þeir voru einfaldlega ekki að vinna sína vinnu og höfðu rúið þjóðina inn að skinni....verðskuldar það virðingu eða hvað?
Heiða (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 20:19
Sæl Heiða.
Þetta er fyrst og fremst spurning um hvort við viljum hafa eitthvert þjóðskipulag, eða stjórnleysi. (Anarkisma)
Eflaust er það fyrirkomulag áhugavert fyrir einhverja, en ekki mig.
Eins og Voltaire sagði: Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég virði rétt þinn til að hafa þær.
Valgeir Hallvarðsson, 13.5.2010 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.